Bíó og sjónvarp

Íhuga tökur á fimmtu Transformers-myndinni hér á landi

Birgir Olgeirsson skrifar
Úr fjórðu Transformers-myndinni, Age of Extinction.
Úr fjórðu Transformers-myndinni, Age of Extinction. Vísir/YouTube
Framleiðendur fimmtu Transformers-myndarinnar er skoða tökustaði hér á landi. Þetta kemur fram á vef Screen Daily en þar kemur fram að kvikmyndaverið Paramount hafi Bretland og Ísland í huga.

Transformers-myndirnar hafa hingað til malað gull í miðasölum kvikmyndahúsa en fyrstu fjórar myndirnar hafa þénað um 3,7 milljarða dollara. Síðustu tvær myndir, Age of Exticntion og Dark of the Moon, voru að stærstum hluta teknar upp í Bandaríkjunum. Yrði þetta í fyrsta skiptið sem tökur á Transformers-mynd fara fram í Bretlandi en áður höfðu verið teknar loftmyndatökur af íslenskri náttúru fyrir Age of Extinction.

Sást hvað mest frá Íslandi í opnunarsenu þeirrar myndar.

Segir Screen Daily að kvikmyndaframleiðendur horfi hýru auga til Bretlands vegna endurgreiðslu á framleiðslukostnaði og þá er endurgreiðsluformið á Íslandi einnig sagt heilla kvikmyndaframleiðendur, en samkvæmt reglugerð iðnaðarráðuneytisins er heimilt að endurgreiða 20 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi.

Er áætlað að tökur á fimmtu myndinni hefjist í sumar en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 23. júní árið 2017.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×