Erlent

Íhuga þvinganir gegn Rússum og Kínverjum

Samúel Karl Ólason skrifar
amkvæmt heimildum Reuters beinast þær aðgerðir sem eru til skoðunar í Bandaríkjunum ekki beint gegn hökkurunum sem talið er að hafi framkvæmt árásir á opinbera aðila.
amkvæmt heimildum Reuters beinast þær aðgerðir sem eru til skoðunar í Bandaríkjunum ekki beint gegn hökkurunum sem talið er að hafi framkvæmt árásir á opinbera aðila. Vísir/Getty
Bandaríkin íhuga nú að beita viðskiptaþvingunum gegn einstaklingum og fyrirtækjum í bæði Kína og Rússlandi, vegna tölvuárása á bandarísk fyrirtæki. Bandaríkin hafa orðið fyrir nokkrum árásum og þar á meðal var gerð tölvuárás á starfsmannaskrifstofu Hvíta hússins. Forseti Kína mun heimsækja Washington í september og ólíklegt þykir að farið verði í refsiaðgerðir fyrir það.

Í samtali við Reuters fréttaveituna segir talsmaður sendiráðs Kína að yfirvöld þar berjist gegn tölvuglæpum. Zhu Haiquan sagði að ásakanir án sannanna væru ekki líklegar til að hjálpa við úrlausn vandans.

Sendiráð Rússland svaraði ekki fyrirspurn Reuters.

Í árásinni á starfsmannaskrifstofu Hvíta hússins urðu persónuupplýsingar gífurlega margra opinberra starfsmanna opinberar. Embættismenn grunar að árásin tengist Kína, en þeir hafa þverneitað að hafa komið þar að. Kínverjar segjast einnig hafa orðið fyrir árásum.

Samkvæmt heimildum Reuters beinast þær aðgerðir sem eru til skoðunar í Bandaríkjunum ekki beint gegn hökkurunum sem talið er að hafi framkvæmt árásir á opinbera aðila. Heldur beinast þær gegn erlendum einstaklingum og fyrirtækjum sem eru talin bera ábyrgð á árásum gegn bandarískum fyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×