Innlent

Íhuga stofnun viðbragðssveitar gegn Rússum

Samúel Karl Ólason skrifar
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO. Vísir/AFP
Leiðtogar NATO munu seinna í vikunni taka ákvörðun um hvort stofna eigi sérstaka viðbragðssveit og safna herbirgðum í austanverðri Evrópu. Markmiðið væri að verja meðlimi NATO gegn Rússum. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, tilkynnti þetta í dag.

„Áætlunin mun tryggja að við höfum mannaflann og búnaðinn á réttum stað á réttum tíma,“ hefur AP fréttaveitan eftir Rasmussen. „Ekki vegna þess að við viljum ráðast á einhvern. Heldur vegna þess að hætturnar og ógnirnar eru til staðar og sýnilegar.“

Leiðtogar NATO ríkja munu koma saman í Wales á fimmtudaginn. Talið er að nær eingöngu muni fundurinn vera um hvernig bandalagið á að bregðast við aðgerðum Rússlands í Úkraínu og hvaða áhrif þær hafa á Evrópu.

Samkvæmt Rasmussen myndir viðbragðssveitin mögulega innihalda nokkur þúsund hermenn. Þeir kæmu þá frá þeim 28 ríkjum sem eru í NATO. Sveitinni gæti verið beitt með stuttum fyrirvara til að verja meðlimi NATO gegn öllum ógnum. „Þar á meðal Rússlandi,“ sagði Rasmussen.

AP segir að frá því að Rússland innlimaði Krímskagann hafi Pólland og aðrir meðlimir NATO í austri farið fram á að bandalagið tæki stærri þátt í vörn þeirra. Aðrir meðlimir NATO hafa þó ekki vilja taka ákvarðanir sem ógni samkomulagi Rússlands og NATO frá 1997 um að bandalagið myndi ekki staðsetja hermenn í austur Evrópu til langs tíma.

Hér má sjá gífurlega aukningu Rússa til hernaðarmála síðan Vladimir Pútín tók við völdum árið árið 2000. Útskýringin er þó á ensku.Vísir/Graphic News



Fleiri fréttir

Sjá meira


×