Viðskipti innlent

IGS segir upp 40 manns

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
IGS hefur rekið Panorama Bar, Bistro Atlantic, Café International og Café Europe í Leifsstöð.
IGS hefur rekið Panorama Bar, Bistro Atlantic, Café International og Café Europe í Leifsstöð. Mynd/kefairport.is
IGS Ground Services, dótturfélag Icelandair Group, hefur sagt upp um 20 manns sem vinna við veitingarekstur í Leifsstöð. Þeim sem eftir eru, eða um 20 til viðbótar, verður sagt upp síðar.

Gunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, segir ástæðu uppsagnanna þá að IGS mun ekki halda áfram að starfrækja veitinga- og verslanarekstur í flugstöðinni.

Staðirnir sem IGS hefur rekið í Leifsstöð síðustu ár eru veitingastaðurinn Bistro Atlantic í brottfararsal, Panorama Bar, Café International í brottfararsal fyrir Bandaríkja- og Bretlandsflug og Café Europe í brottfararsal fyrir Evrópuflug.

„Niðurstaðan hjá Isavia var sú að leita samninga við annan aðila,“ segir Gunnar. Hann vonast til þess að þeir sem taki við horfi til þeirra sem sagt hefur verið upp.

„Þetta er gott fólk með mikla reynslu og þekkingu á veitingahúsarekstri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×