Innlent

Iðnaðarráðherra með stokkbólgið hné

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bilaða ráðherrafóturinn í Keflavík en Ragnheiður Elín birti myndina á Facebook-síðu sinni í dag.
Bilaða ráðherrafóturinn í Keflavík en Ragnheiður Elín birti myndina á Facebook-síðu sinni í dag. Vísir/GVA/Ragnheiður Elín Árnadóttir
„Ég er frekar spæld yfir þessu öllu saman en ég er búin að vera í vandræðum með hnéð í nokkra mánuði. Þetta eru gömul íþróttameiðsl frá því að ég spilaði handbolta og fótbolta með Keflavík. Svo vaknaði ég bara stokkbólgin og með vökva í hnénu í morgun, öll í klessu“, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir,  iðnaðar- og viðskiptaráðherra og ráðherra ferðamála í samtali við Vísi.

Ragnheiður Elín er nú á öðrum fæti heima hjá sér í Keflavík þar sem hún lætur fjölskylduna stjana við sig. „Það eina sem ég get gert núna er að láta vorkenna mér,“ segir Ragnheiður Elín hlæjandi en hún á að taka því rólega í nokkra daga þar til bólgan hefur minnkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×