Innlent

Iðnaðarmenn kjósa um verkfallsboðun

Bjarki Ármannsson skrifar
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá iðnaðarmönnum er hafin.
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá iðnaðarmönnum er hafin. Vísir/Vilhelm
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá iðnaðarmönnum er hafin en hún tekur til félagsmanna í Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Samiðn, MATVÍS, Rafiðnaðarsambandi Íslands, Grafía og Félagi hársnyrtisveina.

Verði vinnustöðvun samþykkt hefst tímabundið verkfall tíunda júní og stendur til sextánda sama mánaðar. Ótímabundið verkfall hefst síðan tuttugasta og fjórða ágúst. Kosningunni lýkur fyrsta júní.

Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna, segir í pistli á vefsíðu félagsins að tilboð Samtaka atvinnulífsins, sem félagið hafnaði í vikunni, hafi verið „illa unnið og óframkvæmanlegt.“ Hann hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×