Innlent

ICES leggur til að dregið verði úr veiðum úr mikilvægum stofnum

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Óskar
Alþjóðahafrannsóknaráðið ICES leggur til umtalsverðan samdrátt í veiðum úr þremur mikilvægum uppsjávarfiskistofnum í Norðaustur- Atlantshafi, sem á eftir að skerða tekjur uppsjávarflotans og vinnslunnar verulega.

Lagt er til að að dregið verði úr makrílveiðum um hundrað þúsund tonn,  veiðar úr Norsk íslenska síldarstofninum verði minnkaðar um 135 þúsund tonn og að kolmunnaveiðar verði skornar niður um hundrað þúsund tonn.

Þetta er niðurskurður upp á 335 þúsund tonn úr stofnunum til samans. Íslendingar veiða úr öllum þessum stofnum og er verið að reikna út hvað niðurskurðurinn hér verður mikill.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×