Viðskipti innlent

Icelandic Glacial í dreifingu í Hvíta-Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðsend mynd
Framleiðendur Icelandic Glacial vatnsins, Icelandi Water Holdings ehf, hefur gert samning við fyrirtækið Flatt Cola East frá Hvíta-Rússlandi. Samningurinn snýr að dreifingu á Icelandic Glacial vatninu í Hvíta Rússlandi.

„Okkur er mikil ánægja að tilkynna að Flatt Cola East er nýr dreifingaraðili okkar í Hvíta-Rússlandi“ sagði Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Water Holdings ehf, í tilkynningu frá félaginu. „Flatt Cola East hefur mikla þekkingu og reynslu á dreifingu óáfengra drykkjavara og við erum stolt að geta boðið upp á Icelandic Glacial í Hvíta-Rússlandi“.

Þá segir í tilkynningunni að Iceland Glacial sé þekkt fyrir að vera hágæðavatn og hafi hlotið viðurkenningar fyrir umhverfisvæna framleiðsluhætti. Vatninu er tappað á flöskur úr lind fyrirtækisins í landi Hlíðarenda í Ölfusi og þaðan dreift víða um heim.

„Við erum mjög ánægð að kynna hið margverðlaunaða gæðavatn Icelandic Glacial í Hvíta-Rússlandi“ segir Vadim Khomich frá Flatt Cola East fyrirtækinu, í tilkynningunni. „Ég kynntist Icelandic Glacial fyrst á ferðalögum mínum erlendis og kolféll fyrir því. Það er svo hreint og ferskt að það er ekkert annað vatn sem jafnast á við Icelandic Glacial.“

Vatnið er selt á 16 mörkuðum víða um heiminn. Jafnframt notar franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior vatnið við framleiðslu á Dior Snow. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og eru Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson stærstu hluthafar Icelandic Water Holdings ehf. ásamt bandaríska drykkjavöruframleiðandanum Anheuser Busch.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×