Lífið

Icelandair svarið við lokaspurningunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þau Champ, Tracy og Sam skrifa hér niður svörin sín.
Þau Champ, Tracy og Sam skrifa hér niður svörin sín. mynd/skjáskot
„Icelandair“ var svarið við lokaspurningu bandaríska spurningaþáttarins Final Jeopardy! síðastliðið föstudagskvöld.

Þar spurði þáttastjórnandinn Alex Trebek þau Sam, Tracy og Champ hvaða flugfélag hefði að undanförnu auglýst að það byði viðskiptavinum sínum sjö daga stopp á flugferðum sínum frá New York til Brussel þeim að kostnaðarlausu.

Rétt var gefið fyrir Icelandair, Air Iceland og einfaldlega Iceland en aðeins Champ var með rétt svar að þessu sinni og hlaut 1000 dali að launum fyrir rétt svar. Þau Sam og Tracy giskuðu bæði á belgísk flugfélög.

Jeopardy er einhver langlífasti spurningaþátturinn vestanhafs og hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá því að fyrsti þátturinn var sýndur í Bandaríkjunum árið 1964. Þátturinn hefur verið sýndur með hléum allar götur síðan og hefur Alex Trebek stýrt þættinum frá árinu 1984.



Þættirnir eru nú orðnir rúmlega 7000 talsins og hafa þeir unnið til 31 Emmy-verðlauna.

Spurninguna um Icelandair má sjá hér að neðan.

Did you know the Final Jeopardy! answer last Friday? Good luck!

Posted by Icelandair on Friday, 31 July 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×