Viðskipti innlent

Icelandair hagnaðist um 10 milljarða

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Pjetur
Icelandair hagnaðist um rúma tíu milljarða króna eftir skatta á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri félagsins. Hagnaðurinn jókst um tvo og hálfan milljarð á milli ára. Tæplega 970 þúsund farþegar ferðuðust með félaginu frá byrjun júlímánaðar til loka september og hafa þeir aldrei verið fleiri.

„Fjárhagslega er félagið mjög sterkt og tilbúið til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar, en þegar hefur verið tilkynnt um áætlanir um 12% vöxt í millilandaflugi á næsta ári. Vegna góðs gengis á þriðja ársfjórðungi gerum við nú ráð fyrir að EBITDA ársins 2014 muni nema 150-155 milljónum USD sem er hækkun frá áður útgefinni afkomuspá,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×