Innlent

Iceland-ræningjarnir enn ófundnir

Birgir Olgeirsson skrifar
Málið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Málið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Hari
Rannsókn lögreglu á ráni í verslun Iceland í Arnarbakka í Breiðholti síðastliðinn sunnudagsmorgun miðar ekkert. Lögreglan hefur ekki borið kennsl á mennina þrjá sem réðust hettuklæddir inn í verslunina og ógnuðu starfsmanni með sprautunál.

Bundu þeir starfsmanninn niður og höfðu á brott með sér um fimmtíu þúsund krónur í peningum og nokkra sígarettupakka.

Í samtali við Vísi síðastliðinn sunnudag sagði stöðvarstjóri lögreglunnar á stöð 3 á Dalvegi í Kópavogi, sem sinnir einnig Breiðholti, að til væru skýrar upptökur af ráninu.

Starfsmaðurinn náði að losa sig sjálfur og hlaut ekki áverka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×