Fótbolti

Icardi ekki í lokahóp Argentínu á HM

Einar Sigurvinsson skrifar
Messi verður með fyrirliðabandið í Moskvu.
Messi verður með fyrirliðabandið í Moskvu. vísir/getty
Argentína, fyrsta liðið sem Ísland mætir á HM í sumar, hefur kynnt 23 manna lokahóp sinn fyrir mótið.

Athygli vekur að Jorge Sampaoli, landsliðþjálfari Argentínu, var ekki með pláss fyrir Mauro Icardi, sóknarmann Inter, í hópnum. Icardi hefur skorað 29 mörk í 36 leikjum fyrir Inter á tímabilinu.

Sergio Agüero, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, er í hópnum, en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun apríl. Marcos Rojo er einnig í hópnum, en hann spilaði einungis níu deildarleiki með Manchester United á tímabilinu.

Einn besti knattspyrnumaður sögunnar, Lionel Messi, er þó á sínum stað í hópnum og verður það ærið verkefni fyrir varnarmenn Íslands að stöðva hann.

Ísland mætir Argentínu, ef 26 daga, laugardaginn 16. júní. Auk þess eru liðin með Nígeríu og Króatíu í D-riðli Heimsmeistaramótsins.

HM-hópur Argentínu:

Markmenn: Sergio Romero (Manchester United), Willy Caballero (Manchester City), Franco Armani (River Plate).

Varnarmenn: Gabriel Mercado (Sevilla), Cristian Ansaldi (Torino), Nicolas Otamendi (Man City), Federico Fazio (Roma), Marcos Rojo (Man United), Nicolas Tagliafico (Ajax), Marcos Acuna (Sporting), Eduardo Salvio (Benfica).

Miðjumenn: Javier Mascherano (Hebei), Lucas Biglia (Milan), Ever Banega (Sevilla), Giovani Lo Celso (PSG), Manuel Lanzini (West Ham), Angel Di Maria (PSG), Maxi Meza (Independiente).

Sóknarmenn: Lionel Messi (Barcelona), Paulo Dybala (Juventus), Sergio Aguero (Man City), Gonzalo Higuain (Juventus), Cristian Pavon (Boca Juniors).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×