Enski boltinn

ÍBV-treflar á minningarathöfn vegna Hillsborough-harmleiksins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá Anfield í gær.
Frá Anfield í gær. Vísir/Getty

Eyjamenn tóku þátt í minningarathöfn vegna Hillsborough-harmleiksins sem fram fór á Anfield í gær en þá var þess minnst að 25 ár eru síðan 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield í Englandi á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forrest í enska bikarnum.



Eyjafréttir segja frá því í dag að ÍBV hafi tekið þátt í minningarathöfninni en þeir þeir Ólafur Jóhannesson og Hannes Sigurðsson, tveir gallharðir Púlarar og meðlimir í knattspyrnuráði karla hjá ÍBV, sendu tvo trefla, sem voru innan um hundruð annarra á miðjum Anfield leikvanginum.



Til að minnast þeirra 96 sem létust, var talan 96 búin til úr treflum ýmissa knattspyrnufélaga sem sýndu þannig stuðning við aðstandendur þeirra sem létu lífið í þessu hörmulega slysi. 

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×