Íslenski boltinn

ÍBV safnar liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/anton
ÍBV hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir átökin í Pepsi-deild karla næsta sumar.

Spænski framherjinn Alvaro Montejo Calleja hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV.

Hann kemur frá Fylki sem hann lék með seinni hluta síðasta tímabils. Alvaro skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar í sjö deildarleikjum með Fylki sem féll úr Pepsi-deildinni eftir 16 ára samfellda dvöl þar.

Miðjumaðurinn Atli Arnarson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV.

Atli kemur frá Leikni R. sem hann hefur leikið með undanfarin tvö tímabil. Hann lék alla 22 deildarleiki Leiknis í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði sex mörk.

Kristján Guðmundsson, nýr þjálfari ÍBV, þekkir vel til Atla en hann þjálfaði hann hjá Leikni síðasta sumar.

Auk Atla og Alvaro hefur ÍBV fengið færeyska landsliðsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu frá Íslandsmeisturum FH.

ÍBV endaði í 9. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Kaj Leó frá FH í ÍBV

Færeyski landsliðsmaðurinn spilar áfram í Pepsi-deildinni en færir sig úr Hafnarfirði til Vestmannaeyja.

Kristján tekur við ÍBV

Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×