Íslenski boltinn

ÍBV með góðan sigur í Árbæ | Myndir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sóley Guðmundsdóttir með boltann, en Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markaskorari Fylkis, sækir að henni.
Sóley Guðmundsdóttir með boltann, en Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markaskorari Fylkis, sækir að henni. Vísir/Vilhelm
ÍBV er komið með þrjú stiga í Pepsi-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Fylki í Árbæ í kvöld. Þór/KA vann svo stórsigur á ÍA.

Rebekah Bass kom ÍBV yfir á níundu mínútu og Nathasha Moraa Anasi tvöfaldaði forystuna á 25. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Lisa-Marie Woods kom svo ÍBV í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Berglind Björg Þorvalsdóttir minnkaði metin. Lokatölur 3-1.

ÍBV er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina, en Fylkir er með eitt stig. Vonbrigðarbyrjun í bæði karla- og kvennaflokki í Árbænum.

Þór/KA rúllaði yfir nýliða ÍA á Akureyri í dag. Sandra Stephany Mayor Gutierrez kom Akureyrarliðinu yfir eftir rúman hálftíma, en staðan var 1-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik gerði Sandra María Jessen sér lítið fyrir og skoraði þrennu, en fyrsta markið kom af vítapunktinum. Lokatölur 4-0.

Þór/KA náði því í sín fyrstu stig þarna, en þær töpuðu í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni. ÍA er enn án stiga eftir tap gegn FH í fyrstu umferð.

vísir/vilhelm
vísir/anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×