Handbolti

ÍBV lyfti sér frá botnbaráttunni með sigri | Auðvelt hjá Haukum gegn ÍBV 2

Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV var með þrjú mörk í dag.
Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV var með þrjú mörk í dag. vísir/vilhelm
Eyjamenn unnu nauman 22-21 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag en með sigrinum er ÍBV komið með 14 stig og nær aðeins að aðgreina sig frá liðunum sem berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Stjarnan sem ekki hafði unnið leik í tæpa tvo mánuði var að eltast við ÍBV allan leikinn en Eyjamenn leiddu í hálfleik 15-11 í Garðabænum.

Garðbæingum tókst að saxa á forskotið og urðu lokamínúturnar spennandi fyrir vikið en það voru Eyjamenn sem fögnuðu að lokum sigrinum.

Sigurbergur Sveinsson, Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson voru markahæstir í liði ÍBV með 4 mörk hver en Ólafur Gústafsson og Ari Magnús Þorgeirsson voru atkvæðamestir í liði Stjörnunnar með fimm mörk.

Fyrr í dag fór fram einn leikur í Coca Cola bikar karla en þar áttust við ÍBV 2 og Haukar og fóru Íslandsmeistararnir með öruggan sigur af hólmi 38-20 eftir að hafa leitt með tíu stigum í hálfleik.

Brynjólfur Snær Brynjólfsson fór á kostum í Eyjum í dag fyrir Haukaliðið með 12 mörk en í liði ÍBV 2 voru Einar Gauti Ólafsson og Hallgrímur Júlíusson markahæstir með fimm mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×