Viðskipti innlent

Íbúðaverð lækkaði tvo mánuði í röð

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Íbúðaverð hefur ekki lækkað í tvo mánuði samfleytt síðan 2010.
Íbúðaverð hefur ekki lækkað í tvo mánuði samfleytt síðan 2010. Vísir/Vilhelm
Vísitala íbúðaverðs í júní lækkaði um 0,8%. Það er mesta lækkun milli mánaða frá því í desember 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans.

Fyrstu tvo fjórðunga ársins 2014 fór íbúðaverð nokkuð upp á við. Í júní síðastliðnum var vísitalan 6,8% hærri en fyrir ári síðan, en til viðmiðunar var hækkunin milli ára um það bil 11% í apríl og mars.

Í skýrslu hagfræðideildarinnar segir að lækkunin eigi rætur að rekja til lækkunar á verði sérbýlis. Frá apríl hefur verð sérbýlis lækkað um 4.3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×