Viðskipti innlent

Íbúðaverð hækkar um 2,6% á milli mánaða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íbúðaverð hefur hækkað um 6,4% á árinu.
Íbúðaverð hefur hækkað um 6,4% á árinu. Vísir/Vilhelm
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,6% á milli júlí og ágúst samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Þar er vísað í ágústmælingu á vísitölu íbúðaverðs frá Þjóðskrá Íslands.

Hækkunin er sú mesta á milli mánaða síðan í maí 2011. Íbúðaverð í ágúst í ár er 9,3% hærra en á síðasta ári.

Íbúðaverð hefur hækkað um 6,4% það sem af er ári. Hækkunin hefur verið nokkuð hröð auk þess sem greinilegur munur er á verðþróun sérbýlis og fjölbýlis. Sérbýli hafa aðeins hækkað um 1,6% á einu ári á meðan verð fjölbýlis hefur hækkað um 12%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×