Sport

Íbúar Skaftárhrepps heiðruðu heimsmeistarann sinn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kristín með tölthornið og einn af blómvöndunum sem hún fékk í gærkvöldi.
Kristín með tölthornið og einn af blómvöndunum sem hún fékk í gærkvöldi. Ljósmynd/Fanney Jóhannsdóttir
Íbúar Skaftárhrepps, á annað hundrað manns, komu saman í gærkvöldi í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri til að heiðra heimsmeistarann sinn, Kristínu Lárusdóttur, sem býr á bænum Syðri-Fljótum.

Kakan var girnileg.Ljósmynd/Fanney Jóhannsdóttir
Kristín varð heimsmeistari í tölti á Þokka frá Efstu-Grund í Herning í Danmörku um helgina á heimsmeistarakeppni íslenska hestsins. Kristín var leyst út með blómvöndum og fjölbreyttum gjöfum frá Hestamannafélaginu Kóp, Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu og Skaftárhreppi.

Íbúar Skaftárhrepps eru að rifna úr stolti af sinni konu enda árangur Kristínar og Þokka glæsilegur í alla staði.

„Þetta gæti verið ávanabindandi,“ sagði Kristín eldhress í viðtali við Stöð 2 þegar hún fagnaði sigrinum á sunnudaginn. Viðtalið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×