Innlent

Íbúar Kópaskers haldi sig innandyra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mengun af völdum eldgossins teygir sig alla leið norður á Kópasker.
Mengun af völdum eldgossins teygir sig alla leið norður á Kópasker. vísir/loftmyndir/egill
Íbúum Kópaskers og nágrenni er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum vegna mengunar af völdum eldgossins í Holuhrauni.

Styrkur brennisteinsdíoxíðs fer hratt upp á við og hafa íbúar orðið varir við mengunina. Engir mælar eru þó á svæðinu.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk til að fylgjast með vefsíðu Umhverfisstofnunar og minnir á töflu um möguleg heilsuáhrif og rétt viðbrögð eftir styrkleika.


Tengdar fréttir

Gasský leggur til austurs

Gasský leggur frá gosstöðvunum við Bárðarbungu til austurs en mjög hár styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist á Reyðarfirði um klukkan tíu í gærkvöld.

Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun

Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir að aldrei áður hafi mælst eins mikil brennisteinsdíoxíðsmengun á Íslandi og frá eldgosinu í Holuhrauni í gærkvöldi. Mengunarmælum verður fjölgað.

Aldrei mælst meiri loftmengun

Styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur verið gríðarlega mikill við Reyðarfjörð í kvöld og er kominn yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra.

Blámóða gæti orðið varasöm

Gosmökkinn lagði fyrri hluta dags undan suðvestanátt til norðausturs í átt til Fljótsdalshéraðs, Jökuldals og Vopnafjarðar. Í mekkinum er meðal annars brennisteinsdíoxíð, sem við snertingu við vatnsgufu myndar brennisteinssýru.

Stór skjálfti við Bárðarbungu

Skjálfti, fimm að stærð, mældist suðaustur af Bárðarbungu rétt eftir klukkan átta í morgun. Skjálftinn er jafnframt sá stærsti þennan sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×