Erlent

Íbúar í ESB-löndum vilja meiri umhverfisvernd

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Endurbætur á reglum um losunarkvóta eru á stefnuskrá Evrópusambandsins.
Endurbætur á reglum um losunarkvóta eru á stefnuskrá Evrópusambandsins. Vísir/EPA
Tveir af hverjum þremur íbúum Evrópusambandsins vilja að Evrópusambandið leggi meiri áherslu á umhverfismál en gert hefur verið.

Þetta sýnir skoðanakönnun sem Eurobarometer gerði fyrir Evrópuþingið. Spurð voru nærri 28 þúsund manns í öllum aðildarríkjum sambandsins.

Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti fjörutíu prósent fyrir árið 2030, efla vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa og gera endurbætur á reglum um viðskipti með losunarkvóta.

Mestan áhuga á hertum um­hverfis­aðgerðum sýndu íbúar Svíþjóðar, Kýpur, Spánar, Frakklands og Rúmeníu, eða frá 76 prósentum upp í 83 prósent, en minnstan sýndu íbúar Eistlands, Póllands, Lettlands og Tékklands, eða frá 45 prósentum upp í 51 prósent.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×