Erlent

Íbúar fluttir á brott vegna stórrar holu

Samúel Karl Ólason skrifar
Holan er um tuttugu metra breið.
Holan er um tuttugu metra breið. Skjáskot
Tæma þurfti nokkur íbúðarhús í bænum St. Albans í Bretlandi í nótt. Það var gert eftir að stærðarinnar hola myndaðist á götu fyrir framan nokkur hús. Holan er um tuttugu metrar að breidd. Gas og rafmagn er farið af á stórum svæðum bæjarins eftir að holan myndaðist.

Samkvæmt fréttamiðlum ytra hafði lítil hola myndast þar fyrir nokkrum dögum og stóð til að fylla upp í hana.

Hlaðinn veggur hrundi ofan í holuna, bílar eru fastir í innkeyrslum og íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín út um bakdyr og í gegnum garða nágranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×