Íslenski boltinn

ÍA og FH án sterkra leikmanna í næstu umferð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil tekur út leikbann þegar FH sækir ÍA heim í næstu umferð Pepsi-deildarinnar.
Emil tekur út leikbann þegar FH sækir ÍA heim í næstu umferð Pepsi-deildarinnar. vísir/stefán
Fimm leikmenn úr Pepsi-deild karla voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær.

Skagamenn verða án tveggja fastamanna þegar liðið fær FH í heimsókn miðvikudaginn 3. ágúst.

Arnar Már Guðjónsson fékk eins leiks bann vegna fjögurra mánninga og Darren Lough fékk sömuleiðis eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn ÍBV í síðustu umferð.

FH-ingar verða án Emils Pálssonar í leiknum á Akranesi. Þá verður Eyjamaðurinn Jón Ingason fjarri góðu gamni þegar ÍBV tekur á móti Fjölni og Ragnar Pétursson verður ekki með Þrótti gegn KR í Frostaskjólinu. Þeir taka allir út eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda.

Írunn Þorbjörg Aradóttir var sú eina sem var úrskurðuð í leikbann í Pepsi-deild kvenna en hún missir af næsta leik Þórs/KA sem er gegn ÍA á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×