Íslenski boltinn

ÍA framlengir við fjóra lykilmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skagamenn stöldruðu stutt við í 1. deildinni.
Skagamenn stöldruðu stutt við í 1. deildinni. Vísir/Valli
ÍA hefur framlengt samninga fjögurra lykilmanna liðsins. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Jón Vilhelm Ákason, Eggert Kári Karlsson, Ólafur Valur Valdimarsson og Arnar Már Guðjónsson.

Jón Vilhelm skrifaði undir nýjan tveggja ára samning líkt og þeir Eggert og Ólafur, en Arnar Már framlengdi samning sinn út næsta ár.

„Ég er mjög ánægður hvað gengur vel að endursemja við okkar samningslausu leikmenn og það var forgangsmál að ganga frá þeim málum eftir tímabilið. Við bindum miklar vonir við alla þessa leikmenn á næsta tímabili,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, í samtali við heimasíðu ÍA.

Skagamenn urðu í 2. sæti 1. deildar í sumar og unnu sér sæti í Pepsi-deildinni á ný eftir árs fjarveru.


Tengdar fréttir

Leiknir meistari í fyrstu deild

Leiknir urðu deildarmeistarar fyrstu deildar eftir þægilegan sigur á Tindastól á Leiknisvelli í dag.

Markaveisla í fyrstu deild

21. umferð 1. deildar karla í fótbolta lauk nú seinni partinn með fjórum leikjum en barist er um sætin frá þrjú til tíu því ljóst er hvaða lið fara upp og hvaða lið falla í 2. deild.

Fimm Leiknismenn í liði ársins í 1. deild

Lokahóf Fótbolti.net var haldið í gær og að því tilefni fengu starfsmenn síðunnar þjálfara og fyrirliða 1. og 2. deildar til að velja lið, leikmenn og þjálfara keppnistímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×