Innlent

Í verulegri lífshættu eftir alvarlega hnífaárás: Krafist gæsluvarðhalds yfir árásarmanninum í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einn maður var handtekinn vegna árásarinnar í gær og verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum í dag.
Einn maður var handtekinn vegna árásarinnar í gær og verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum í dag. vísir/gva
Samkvæmt heimildum Vísis verður í dag krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um að hafa ráðist með hníf á karlmann á þrítugsaldri í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt.

Eftir því sem Vísir kemst næst var um mjög grófa líkamsárás að ræða og var maðurinn sem ráðist var á í verulegri lífshættu. Hann liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans og er haldið sofandi í öndunarvél.

Í dagbók lögreglu í morgun kom fram að hún hefði verið kölluð út um eittleytið í nótt vegna alvarlegrar hnífaárásar. Var brotaþoli fluttur á slysadeild og árásarmaðurinn handtekinn nokkru síðar. Hann gistir nú fangageymslur vegna rannsóknar málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×