Golf

Í pokanum hjá Bubba Watson á Masters

Bleiki dræverinn sker sig vel út á vellinum
Bleiki dræverinn sker sig vel út á vellinum AP/Vísir
Bubba Watson sigraði á Mastersmótinu í gær í annað sinn á ferlinum en þessi högglangi 35 ára kylfingur er einn sá vinsælasti á PGA-mótaröðinni. Það er því vel við hæfi að skyggnast ofan í golfpokann hjá honum eftir risasigur helgarinnar en Watson leikur með kylfur frá PING og bolta frá Titleist.

Eins og hjá flestum atvinnumönnum er búnaðurinn sem Watson leikur með mjög sérhæfður en bleiki dræverinn hans sker sig kannski mest út þar sem hann er sá eini sem PING hefur framleitt sem er með hvítri rönd í miðjunni. Þá vekur einnig athygli að Watson skipti nýlega út gömlu og traustu PING S59 járnunum sínum sem hann hefur spilað með síðan 2004 en hann er nú með sérhannaða útgáfu af PING S55 járnunum.

Dræver: Ping G25 (True Temper Grafalloy BiMatrx skaft), 8.5 gráður.

4-Tré: Ping G26, 16.5 gráður

Járn (3-PW): Ping S55

Fleygjárn: Ping Tour Gorge (52, 56 gráður); Ping Tour-S TS (64 gráður)

Pútter: Ping Anser Milled 1

Bolti: Titleist Pro V1x


Tengdar fréttir

Slær Spieth met Woods?

Örlögin gætu verið hliðholl hinum 20 ára Jordan Spieth sem hefur vakið mikla athygli á Masters mótinu í Bandaríkjunum en hann er jafn Bubba Watson í efsta sæti fyrir lokahring mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×