Erlent

Í mestum vandræðum með desert og cancelled

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér má sjá þau orð sem íbúar Bandaríkjanna leituðu oftast að til að fá úr skorið um stafsetningu þeirra.
Hér má sjá þau orð sem íbúar Bandaríkjanna leituðu oftast að til að fá úr skorið um stafsetningu þeirra.
Úrslitakvöldið í bandarísku réttritunarkeppninni, National Spelling Bee, fóru fram í gær en Jairam Hathwar og Nihar Janga stóðu uppi sem sigurvegarar. Þetta er þriðja skiptið í röð sem keppnin endar með jafntefli. Nihar er yngsti sigurvegari keppninnar frá uphafi en hann er aðeins ellefu ára gamall. Fjallað er um keppnina á vef The Guardian.

Spennan á lokametrunum var gífurleg. Í tvígang klikkaði Jairam á orði og Nihar gafst í kjölfarið færi á að standa uppi sem sigurvegari. Í bæði skiptin hafði hann rangt fyrir sé og að endingu skiptu þeir sigrinum með sér. Báðir fá bikar að launum auk 45.000 dollara, andvirði rúmleg 5,6 milljóna íslenskra króna.



Lokaorðin, sem keppendurnir náðu rétt, voru Feldenkrais og gesellschaft. Skömmu áður höfðu þeir flaskað á orðum á borð við ayacahuite og Mischsprache.

Í tilefni af keppninni birti Google kort sem sýnir þau orð sem íbúar í hverju ríki fyrir sig leituðu oftast að til að fá á hreint hvernig þau eru stafsett. Fyrirtækið tók saman hvaða orð fylgdi oftast á eftir „how to spell“.

Í ljós kom að þau orð sem flest ríki lentu í basli með voru „desert“ (Kalifornía, Idaho, Indiana og Connecticut) og „cancelled“ (Rhode Islands, Virgina, Maryland og Pennsylvania). Þá vekur einnig athygli að íbúar Ohio virðast í basli með að skrifa „banana“ og að íbúar Massachusetts kunna ekki að stafa nafnið á sínu heimaríki.

Jairam Hathwar og Nihar Janga með bikarinn.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×