FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ NÝJAST 23:45

Vona ađ Rooney fái fyrirliđabandiđ

SPORT

Í góđum höndum í íslensku umhverfi

Sport
kl 10:00, 18. júlí 2013
Aníta fagnar sigri á HM ungmenna í Úkraínu.
Aníta fagnar sigri á HM ungmenna í Úkraínu. NORDICPHOTOS/GETTY

Þegar Aníta Hinriksdóttir vann yfirburðasigur í 800 m hlaupi á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri í frjálsíþróttum sendi hún skýr skilaboð um að þarna væri á ferð framtíðarstjarna í íþróttaheiminum. Yfirburðir hennar í mótinu voru slíkir og árangur hennar í 800 m hlaupi á þessu ári það góður að óhætt er að fullyrða að þarna er á ferðinni eitt mesta efni sem komið hefur fram í frjálsíþróttum hérlendis.

Hafa ber þó í huga að Aníta er enn aðeins sautján ára gömul og enn að mótast sem hlaupari. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar, sagði við Fréttablaðið á dögunum að hún væri ekki enn komin í „harða fullorðinsþjálfun“ eins og hann orðaði það.

Það yrði ekki einu sinni íhugað að senda hana til þátttöku á stórmóti fullorðinna fyrr en við átján aldurinn, í fyrsta lagi. Enda afþakkaði hún að keppa á HM í Moskvu í næsta mánuði, þó svo að hún hefði náð lágmarkinu í 800 m hlaupi.

Aníta einbeitti sér þess í stað að æfingum fyrir HM U17 sem fór fram í Úkraínu um liðna helgi og EM U19 sem hefst í Rieti á Ítalíu í dag. Heimsmeistari ungmenna fær harðari samkeppni þar enda keppinautar hennar á Ítalíu allt að tveimur árum eldri en í Úkraínu.

Engu að síður telst Aníta einn sigurstranglegasti keppandinn, en hún fer inn í mótið með besta tíma ársins af öllum keppendum eftir að hin breska Jessica Judd dró sig úr keppni vegna meiðsla í kálfa.

Hélt að hún yrði langhlaupari

Sigurbjörn Árni Arngrímsson hefur fylgst náið með íslensku frjálsíþróttafólki undanfarna áratugi og árangur Anítu hefur komið honum á óvart, ekki síst þar sem hann reiknaði með að hún myndi skara fram úr í lengri vegalengdum.

„Hún hefur gert meira en ég reiknaði með og í styttri vegalengdum. Þegar ég sá hana hlaupa fyrst, 11-12 ára gamla, hélt ég að hún yrði framúrskarandi langhlaupari, ef til vill í fimm þúsund metra hlaupi eða jafnvel í maraþoni eins og móðursystir hennar [Martha Ernstsdóttir] gerði,“ segir Sigurbjörn Árni við Fréttablaðið.

Styrkjandi að hlaupa í snjónum

Aníta æfir með ÍR og sagði í viðtali við heimasíðu IAAF, Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, í vikunni að hún væri ekki á leið frá Íslandi í bráð, þrátt fyrir að henni hefðu þegar borist fyrirspurnir frá bandarískum háskólum.

„Það er gott að vera á Íslandi. Aðstaðan er góð og ég æfi með strákum sem eru góðir æfingafélagar fyrir mig. Ég æfi mikið innanhúss en mér finnst líka gott að hlaupa í snjónum, það styrkir mann,“ sagði hún og bætti við:

„Ég er með svo góðan þjálfara að ég tel að ég muni æfa áfram á Íslandi, að minnsta kosti fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2014.“

Gæti orðið sterkur hindrunarhlaupari

Sigurbjörn Árni samsinnir því að hún sé í góðum höndum hér á Íslandi, líkt og undanfarin ár.

„ÍR-ingar hafa haldið mjög vel utan um Anítu og passað upp á að láta hana ekki gera of mikið og of snemma. Hún var látin taka þátt í alls kyns greinum, allt frá kúluvarpi, langstökki og öllu mögulegu, áður en hún fór að einbeita sér að hlaupum fimmtán ára gömul. Þá kom hún svona ofboðslega sterk fram í 800 m hlaupinu,“ segir hann.

Sigurbjörn Árni segir að þrátt fyrir að 800 m hlaup sé hennar sterkasta grein í dag útiloki hann alls ekki að hún muni láta að sér kveða í öðrum vegalengdum og jafnvel grinda- og hindrunarhlaupum einnig.

„Hún náði til dæmis frábærum tíma í 400 m hlaupi innanhúss í vetur og þannig hefur hún komið mér á óvart. Engu að síður tel ég enn að hún hafi allt til að bera til að verða framúrskarandi 1.500 m hlaupari og jafnvel 3.000 m hindrunarhlaupari þegar fram í sækir, því hún er sterk og hefur góða tækni í grindahlaupi. Ég tel jafnvel að hún gæti orðið sterkari í þeim greinum en í 800 m hlaupi þó svo að ég vilji alls ekki afskrifa hana þar, því hún hefur þegar náð það góðum árangri í greininni.“

Meiri samkeppni á Ítalíu

Sem fyrr segir hefst Evrópumeistaramót nítján ára og yngri í dag. Sigurbjörn bendir á að það séu aðeins nokkrir dagar liðnir frá mótinu í Úkraínu og það gæti haft sitt að segja.

„Hún hefur aðeins fjóra daga til að safna orku á milli móta, þó svo að ungir krakkar eins og hún eru oft fljótir að jafna sig. Mótið á Ítalíu er sterkt og ég tel að hún þurfi að vera nálægt sínum besta tíma til að komast áfram í undanúrslitum. Ég veit að hún vill setja met og er það vel mögulegt, verði hún ekki of þreytt í úrslitahlaupinu á laugardag,“ segir Sigurbjörn Árni.

Góðir hlutir gerast hægt

Aðeins tveir hafa hlaupið hraðar en Aníta í heiminum í hópi ungmenna; Mary Cain frá Bandaríkjunum og áðurnefnd Judd frá Bretlandi. Cain og Judd keppa báðar á HM fullorðinna í Moskvu en Aníta ákvað að sleppa því móti, þó svo að hún hafi unnið sér inn þátttökurétt á því. Sigurbjörn Árni telur að það hafi verið rétt ákvörðun.

„Ég tel að það sé gott fyrir hana að halda sig við sinn aldursflokk og safna reynslu á þeim vettvangi. Þar að auki snýst þetta að stórum hluta um hvað hún vill sjálf gera, enda sagði móðir hennar eftir sigurinn í Úkraínu að henni væri fyrst og fremst umhugað um hvernig barninu hennar liði,“ segir hann og vísar þar með við viðtal Fréttablaðsins við Bryndísi Ernstsdóttur, móður Anítu, við Fréttablaðið á mánudag.

„Almennt séð er ég fylgjandi þeirri skoðun að góðir hlutir gerast hægt og að það eigi ekki að setja of mikinn þrýsting á unga og efnilega íþróttamenn. Það ætti að vera nógur tími fyrir hana síðar á stórmótum fullorðinna.“


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRA SPORT Á VÍSI

Sport 30. júl. 2014 16:00

Tour de Ormurinn haldinn í ţriđja sinn

Hjólreiđakeppnin Tour de Ormurinn verđur haldin í ţriđja sinn laugardaginn 9. ágúst. Meira
Sport 29. júl. 2014 15:05

Mögnuđ borđtennissena ratar á netiđ

Kapparnir Segun Toriola og Gao Ning sýna hvernig á ađ spila borđtennis. Meira
Sport 28. júl. 2014 23:45

Teiknađi stundina ţegar Gunnar sigrađi Cummings

Chris Rini birti á Twitter-síđu sinni á dögunum gríđarlega skemmtilegt myndband er hann teiknar Gunnar Nelson vera ađ hengja Zak Cummings í bardaga ţeirra á dögunum. Meira
Sport 28. júl. 2014 21:15

Íslandsmótinu í bogfimi lauk um helgina

Íslandsmótinu í bogfimi fór fram um helgina í Leirdalnum í Grafarholti en ţetta var í fyrsta skipti sem Íslandsmótiđ hefur veriđ haldiđ í Leirdalnum. Alls voru 10 ný Íslandmet sett á mótinu. Meira
Sport 28. júl. 2014 14:00

Annie Mist fellir tár á blađamannafundi

Sagđist ţakklát fyrir stuđninginn sem henni var sýndur. Meira
Sport 27. júl. 2014 22:59

Sindri Hrafn varđ tólfti

Komst ekki í átta manna úrslit í spjótkasti á HM í Eugene. Meira
Sport 27. júl. 2014 13:52

Sveinbjörg náđi tvennum verđlaunum í Kaupmannahöfn

Vann brons í kúluvarpi og langstökki á Norđurlandamóti 20-22 ára. Meira
Sport 27. júl. 2014 12:41

Varđ ţýskur meistari á gervifótum frá Össuri | Myndir

Náđi lágmarki fyrir EM ófatlađra eftir ađ hafa unniđ ríkjandi Evrópumeistara í langstökki. Meira
Sport 26. júl. 2014 12:15

Risabardagi í ţyngdarflokki Gunnars í kvöld

Ţađ verđur sannkallađur risabardagi í veltivigt UFC í kvöld ţegar Matt Brown og Robbie Lawler mćtast. Sigurvegarinn fćr líklegast titilbardaga í veltivigtinni gegn núverandi meistara. Bardaginn er ein... Meira
Sport 26. júl. 2014 10:47

Hilmar Örn gerđi ógilt í öllum köstum

Íslandsmetiđ hefđi dugađ til bronsverđlauna. Meira
Sport 25. júl. 2014 23:30

Ţjálfari Gunnars og McGregors fćr alltaf sömu ţrjár spurningarnar

Setti svörin á Facebook til ađ flýta fyrir viđtölum. Meira
Sport 25. júl. 2014 20:35

Sindri Hrafn komst örugglega í úrslit á HM

Međ fjórđa lengsta kastiđ af öllum í undanúrslitunum. Meira
Sport 25. júl. 2014 16:52

Rikki G missti sig í útsendingu: "Ţađ má segja ađ ég hafi fengiđ röddina frá mömmu"

Gerđi sigurmark Atla Jóhannssonar ógleymanlegt. Meira
Sport 25. júl. 2014 11:13

Sjáđu hlaupiđ hjá Anítu

Myndbandsupptaka af úrslitum 800 m hlaups kvenna á HM í Eugene í nótt. Meira
Sport 25. júl. 2014 09:51

Aníta: Ekki ánćgđ međ sjálfa mig

"Ég skammast mín fyrir ađ hćtta,“ sagđi Aníta Hinriksdóttir eftir úrslitahlaupiđ í nótt. Meira
Sport 25. júl. 2014 03:17

Aníta klárađi ekki úrslitahlaupiđ á HM

Átti nćstbesta tímann af öllum í úrslitunum en komst ekki á pall í Eugene. Meira
Sport 24. júl. 2014 22:45

Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri viđ blađinu

Ţeir Matt Brown og Robbie Lawler mćtast í ađalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verđur í beinni útsendingu á Stöđ 2 Sport en útsendingin... Meira
Sport 24. júl. 2014 18:41

Kolbeinn Höđur og Jóhann Björn úr leik

Kolbeinn varđ ţriđji í sínum riđli og Jóhann Björn hafnađi í fimmta sćti. Meira
Sport 24. júl. 2014 18:14

Hilmar Örn örugglega í úrslit á HM

Sleggjukastarinn efnilegi međ frábćrt kast í annarri tilraun. Meira
Sport 24. júl. 2014 12:15

Aníta verđur á fjórđu braut

Alls keppa fjögur íslensk ungmenna á HM í frjálsum í dag og nótt. Meira
Sport 23. júl. 2014 22:00

Gunnar Nelson upp um eitt sćti á styrkleikalistanum

Skiptir um sćti viđ Bandaríkjamann sem hann átti ađ berjast viđ. Meira
Sport 23. júl. 2014 21:44

Gunnar Páll: Hef ekki séđ Anítu hlaupa svona áđur

Aníta komst í úrslit á HM U19 í kvöld ţrátt fyrir eitt slakasta hlaup sem ţjálfarinn hennar hefur séđ hana hlaupa. Meira
Sport 23. júl. 2014 20:12

Aníta komst í úrslit á HM

Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupiđ. Meira
Sport 23. júl. 2014 10:00

Aníta: Reynsla síđasta sumars kemur sér vel

Aníta Hinriksdóttir var ánćgđ ađ lokum keppni í undanrásum í 800 m hlaupi á HM U-19 ára í Bandaríkjunum í gćr. Meira
Sport 22. júl. 2014 19:24

Aníta auđveldlega í undanúrslit

Langt frá sínum besta tíma en kom langfyrst í mark í Eugene. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Í góđum höndum í íslensku umhverfi
Fara efst