Innlent

Í gæsluvarðhaldi til 24. október vegna ítrekaðra ofbeldisbrota

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/vilhelm
Á mánudaginn staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að rússneskur hælisleitandi skyldi vera í gæsluvarðhaldi til 24. október vegna ítrekaðra ofbeldisbrota. Hann er einnig sakaður um ýmis brot á lögum um útlendinga.

Maðurinn var útskrifaður af geðdeild Landspítalans þar sem starfsmenn Landspítalans töldu öryggi starfsmanna og sjúklinga deildarinnar í hættu vegna veru hans á deildinni.

Hann kom til landsins frá Rússlandi árið 2011 og þá sem sem hælisleitandi ásamt konu og tveimur ungum börnum. Fljótlega eftir komu hans til landsins komu upp ýmis vandamál í samskiptum hans við félagsmálayfirvöld. Hann var í framhaldinu ítrekað kærður til lögreglu vegna líkamsárásar og hegðunar sem var talin ógnandi eins og segir í kærunni.

Tekinn var ákvörðun um að vísa manninum úr landi en í apríl á þessu ári var hann vistaður á geðdeild. Grunur vaknaði að maðurinn væri með alvarlegt geðrof. Sá grunur kom upp eftir að maðurinn hafði vafið teppi um háls sér í fangaklefa og bitið sig til blóðs á púls.

Honum var sleppt eftir nokkra daga. Maðurinn yfirgaf landið 20. maí síðastliðinn að eigin frumkvæði ásamt fjölskyldu sinni þrátt fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði birt fyrir honum ákvörðun þess efnis að hann skyldi halda sig á ákveðnu svæði og sinna tilkynningaskyldu.

Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að hinn 11. september 2014 hafi fangaverðir komið með kærða til landsins í því skyni að afhenda hann íslenskum yfirvöldum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Hæstiréttur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 24. október. Hann er ekki hafður í einangrun. Nú vinna yfirvöld að því að koma honum aftur til Rússlands og búist er við að það taki nokkrar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×