Innlent

Í gæsluvarðhaldi fyrir frelsissviptingu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Hari
Tveir karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3.október næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna rannsóknar á máli sem varðar frelsissviptingu, rán og alvarlega líkamsárás.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa þvingað karlmann á þrítugsaldri upp í bifreið í Kópavogi upp úr hádegi á laugardag og svipt hann frelsi sínu í nokkrar klukkustundir. Í kjölfarið hafi þeir beitt hann ofbeldi og kúgað til að afhenda þeim fjármuni. Maðurinn leitaði sér aðhlynningar á slysadeild og voru áverkar hans alvarlegir. Hinir grunuðu hafa áður komið við sögu lögreglu. 

Sem fyrr segir er málið í rannsókn lögreglu, en lögregla vill ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×