Innlent

Í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot á hóteli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hótelið Room with a view er staðsett á Laugavegi 18.
Hótelið Room with a view er staðsett á Laugavegi 18. Vísir/Anton Brink
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun karlmann í gæsluvarðhald til fimmtudags en hann er grunaður um kynferðisbrot á gistiheimilinu Room with a view aðfaranótt sunnudags.

Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglu, staðfestir að farið hafi verið fram á gæsluvarðhald á forsendum rannsóknarhagsmuna.

Að sögn Árna hafa fleiri en maðurinn verið yfirheyrðir vegna málsins en ekki séu þó fleiri grunaðir. Þá miði rannsókn lögreglu vel. Ekki liggur fyrir hvort verjandi mannsins hafi kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Engar upplýsingar fást um það hvort hinn grunaði og sú sem kærði séu ferðamenn eða ekki.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×