Lífið

Í fyrsta sinn á jólaplötu pabba

Freyr Bjarnason skrifar
Birgir Steinn er mjög ánægður með textann sem pabbi hans samdi fyrir lagið Ég þarf ekki margt um jólin.
Birgir Steinn er mjög ánægður með textann sem pabbi hans samdi fyrir lagið Ég þarf ekki margt um jólin.
„Þetta var ótrúlega gaman,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson, sonur söngvarans Stefáns Hilmarssonar.

Hann syngur lag á nýrri jólaplötu föður síns, Í desember, sem kemur út 10. nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem hann syngur inn á plötu hjá pabba sínum.

Lag Birgis Steinars kallast Ég þarf ekki margt um jólin, við texta Stefáns en það heitir á frummálinu I Don´t Want A Lot For Christmas og var sungið af Michael Bublé. „Þetta er ótrúlega flottur texti sem honum tókst að gera og það eru mjög flottir tónlistarmenn sem spila í laginu.“

Stefán sló í gegn hér á árum áður með lagi Sniglabandsins, Jólahjól. Spurður hvort nýja jólalagið muni toppa þann gamla slagara efast Birgir Steinn um það.

„Jólahjól er svo mikill smellur að ég held að það sé erfitt að toppa það og eiginlega bara ekki hægt. Það var bara virkilega gaman að fá að vera með í þessu skemmtilega verkefni,“ segir Birgir Steinn, sem mun syngja á jólatónleikum föður síns í Salnum 5., 6. og 11. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×