Lífið

Í fyrsta sæti í App Store á Íslandi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Strákarnir í Blendin er sáttir við þessi frábæru viðbrögð
Strákarnir í Blendin er sáttir við þessi frábæru viðbrögð Mynd/Einkasafn
Fyrsta útgáfan af samskiptamiðlinum Blendin kom út í App Store og Google Play í gær og fór vel af stað. Fimm þúsund manns höfðu náð sér í Blendin-appið á fyrstu klukkustundunum og komst í fyrsta sæti á App Store á Íslandi, sem verður að teljast ansi gott þar sem að þetta er fyrsta afurð Blendin-piltanna.

„Við erum ekki með neina manneskju í markaðssetningu hjá okkur og einnig ekki með neinn pening í markaðssetningu. Niðurhölin eru því sprottin frá fólki sem nær sér í appið, sér notagildi þess og hvetur vini sína til að gera slíkt hið sama,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, sáttur með byrjunina á Blendin-ævintýrinu.


Tengdar fréttir

Heilluðu Google upp úr skónum

Piltarnir í Blendin kynntu hugmyndir sínar fyrir fjárfestum og náðu að heilla Google upp úr skónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×