Fótbolti

Í dag segjum við Argentínumenn „Áfram Nígería“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Vísir/Getty
Það haldar marga þjóðir með Íslandi í dag en ekki allar. Argentínumenn sameinast í dag um að halda með Nígeríu á móti Íslandi í leiknum mikilvæga á HM í fótbolta í Rússlandi.

Bestu úrslitin fyrir Argentínumenn í leiknum er að Nígería vinni. Það myndi þýða væntanlega að Argentína gæti tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum með sigri á Nígeríu í lokaleiknum.

Vinni íslenska landsliðið hinsvegar þennan leik á móti Nígeríu í dag þá væri það ekki nóg fyrir Argentínumenn að vinna lokaleikinn sinn. Þeir þyrftu þá einnig að treysta á það að Króatar myndu vinna lokaleikinn á móti Íslandi.

Argentínumenn gera sér líka vel grein fyrir stöðunni og hvetja landa sína til að senda Nígeríumenn góða strauma.

Argentínska stórblaðið La Nacion sagði meðal annars frá ljósaskilti sem var sett upp í Buenos Aires eftir að Argentína tapaði fyrir Króatíu í gærkvöldi.

Það má sjá hér fyrir neðan en þar stendur #HoyVamosNigeria eða myllumerkið „í dag segjum við áfram Nígería“





Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín Tamayo sagði líka frá því á Twitter-síðu sinni að Argentínumenn hefðu örugglega keypt fleiri eintök af nígerísku landsliðstreyjunni á síðustu átján klukkutímum en selt hafði verið af nígerísku landsliðsteyjunni heima í Lagos undanfarin átján ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×