Lífið

Í DAG ER ALÞJÓÐLEGUR CAPS LOCK-DAGUR

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Í dag er alþjóðlegur Caps Lock-dagur en dagurinn er tileinkaður því sem mörgum finnst pirrandi - ÞEGAR TEXTI ER EINGÖNGU SKRIFAÐUR Í HÁSTÖFUM.

Alþjóðlegi Caps Lock-dagurinn var í fyrsta sinn haldinn árið 2000 og er Derek Arnold, íbúi í Iowa í Bandaríkjunum, talinn upphafsmaður hans. 

Dagurinn var upphaflega haldinn til að gera grín að þeim sem skrifa allt í hástöfum eða rekast óvart í Caps Lock-takkann sem er ávallt vinstra meginn, í miðju röðinni á lyklaborði. Dagurinn varð hins vegar svo vinsæll að hann er nú haldinn tvisvar á ári, annars vegar 28. júní og hins vegar 22. október. 

Margir hafa einnig notað daginn til að vekja athygli á Caps Lock-takkanum og hvatt til þess að hann verði fjarlægður úr öllum lyklaborðum eða færður á betri stað. Sú ósk hefur enn ekki verið uppfyllt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×