Fótbolti

Wales skellti Belgíu | Sjáðu mörkin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Robson-Kanu fagnar marki sínu í kvöld.
Robson-Kanu fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Ævintýri Wales á EM í Frakklandi heldur áfram en í kvöld tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Þá lagði Wales lið Belgíu, 3-1, í mögnuðum leik. Wales mun spila við Portúgal í undanúrslitunum.

Belgarnir byrjuðu af miklum krafti og mark frá þeim lá strax í loftinu. Það kom á 13. mínútu er Radja Nainggolan átti draumaskot af 30 metra færi sem söng í netinu. Stórkostleg spyrna.

Belgía hélt áfram að sækja og það var ansi mikið gegn gangi leiksins sem Ashley Williams skallaði boltann í netið fyrir Wales og tryggði þeim jafna stöðu í leikhléi.

Það voru svo aðeins 10 mínútur liðnar af síðari hálfleik er Hal Robson-Kanu átti frábæran snúning í teignum og kom boltanum í netið. Wales komið yfir.

Belgar héldu áfram að sækja en Wales hélt áfram að skora. Að þessu sinni var komið að varamanninum Sam Vokes að skora en hann skallaði í netið fimm mínútum fyrir leikslok og kláraði leikinn.

Nainggolan með eitt af mörkum mótsins. Williams jafnar. 1-1. 2-1 fyrir Wales. Hal Robson-Kanu. 3-1 fyrir Wales. Vokes skorar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×