Enski boltinn

Milner skaut Liverpool upp í sjötta sæti | Sjáðu markið

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Liverpool vann Swansea, 1-0, í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og komst með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar.

James Milner skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 62. mínútu eftir að dæmd var hendi á Neil Taylor, bakvörð Swansea, innan teigs.

Milner skoraði af miklu öryggi úr vítinu, en Swansea var ekkert sérstaklega líklegt til að jafna þrátt fyrir að vera meira með boltann síðustu 20 mínútur leiksins.

Sigurinn í dag var sá fjórði í röð hjá Liverpool í öllu keppnum, en lærisveinar Jürgens Klopps hafa nú unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum.

Swansea er aðeins búið að vinna einn leik af síðustu níu í úrvalsdeildinni og verður sæti knattspyrnustjórans Garrys Monks bara heitara.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Swansea og hafði hægt um sig. Swansea er eftir tapið í 15. sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum frá falli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×