Enski boltinn

Skrtel bjargaði stigi fyrir Liverpool | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörkuskalli frá Skrtel sem endaði í netinu.
Hörkuskalli frá Skrtel sem endaði í netinu. vísir/getty
Martin Skrtel bjargaði stigi fyrir Liverpool með skallamarki á sjöttu mínútu uppbótartíma. Jafntefli voru líklega sanngjörn úrslit.

Liverpool voru mun betri í fyrri hálfleik og Lazar Markovic fékk meðal annars gott tækifæri til að koma Liverpool yfir, en Wojciech Szczesny sá við honum.

Liverpool voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og þeir náðu verðskuldað forystunni á 45. mínútu. Philippe Coutinho fékk þá boltann fyrir utan teiginn og hamraði boltanum í stöng og inn.

Það leið varla mínúta áður en gestirnir frá London jöfnuðu. Eftir aukaspyrnu og darraðadans í teig Liverpool skallaði Mathieu Debuchy boltann í netið. Staðan jöfn 1-1 í hálfleik eftir að staðan hafi verið markalaus á 44. mínútu.

Röðin var næst komin að Oliver Giroud. Eftir snarpa sókn fékk Giroud boltann og þrumaði boltanum í gegnum klof Brad Jones og í netið. Arsenal komið yfir og rúmur hálftími til leiksloka.

Varamaðurinn Fabio Borini fékk svo að líta rauða spjaldið eftir bjánalega framkomu. Það voru komnar sex mínútum fram yfir venjulegan leiktíma þegar Liverpool fékk hornspyrnu.

Boltinn barst inn í teiginn þar sem Martin Skrtel kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Lokatölur 2-2 eftir ævintýralegar lokamínútur.

Arsenal situr í sjötta sæti deildarinnar, en Liverpool er í því tíunda. Fimm stigum munar á liðunum; Arsenal er með 27 og Liverpool 22.

Þvílík stemning á Anfield: Coutinho kemur Liverpool yfir: Jöfnunarmark Arsenal: Giroud kemur Arsenal yfir: Skrtel jafnar fyrir Liverpool í uppbótartíma:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×