Erlent

Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington.

Hann mun verða 45. forseti Bandaríkjanna og tekur við embætti af Barack Obama sem gegnt hefur embætti undanfarin átta ár.

Vísir mun sýna beint frá innsetningarathöfninni og sjá má athöfnina í spilaranum hér fyrir ofan.

Fylgst verður vel með í allan dag en hér fyrir neðan má bæði sjá dagskrá dagsins sem og nýjustu tíðindi sem birtast sjálfkrafa.

Dagskrá dagsins

  • 14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.
  • 16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.
  • 17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.
  • 20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.
  • 00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur.
 


Tengdar fréttir

Óvinsæll og umdeildur forseti

Donald Trump tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna á morgun. Einungis 40 prósent Bandaríkjamanna segjast ánægð með frammistöðu hans undanfarið. Obama hefur hins vegar sjaldan verið vinsælli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×