Enski boltinn

Frábært aukaspyrnumark Zarate dugði ekki til sigurs | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty

West Ham og WBA gerðu 1-1 jafntefli á Boylen Ground í London í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum.

Mauro Zarate kom West Ham yfir með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu á sautjándu mínútu, en markið má sjá hér neðst í fréttinni. West Ham fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir hlé, en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik.

Rickie Lambert kom inn á sem varamaður í hálfleik og hann jafnaði metin fyrir WBA fimm mínútum síðar. Hann fékk þá boltann inn í vítateig West Ham, þrumaði boltanum í Winston Reid og í netið.

Gestirnir fengu svo heldur betur tækifæri til þess að skora sigurmarkið. Skömmu eftir markið fékk Salomon Rondon algjört dauðafæri, en Adrian sá við honum. Lokatölur 1-1 á Boylen Ground.

West Ham er í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig, en WBA er í því þrettánda með átján.

Mauro Zarate kemur West Ham í 1-0 með frábæru marki:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×