Fótbolti

Real Madrid tókst ekki að koma til baka eftir draumabyrjun Valencia

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markaskorarinn Simone Zaza í baráttu við Sergio Ramos.
Markaskorarinn Simone Zaza í baráttu við Sergio Ramos. vísir/getty
Valencia hleypti mikilli spennu í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar með því að vinna 2-1 sigur á Real Madrid á Mestalla í kvöld.

Real Madrid er áfram með eins stigs forskot á Barcelona en á núna bara einn leik til góða.

Eftir skelfilegt gengi framan af tímabili hefur Valencia sótt í sig veðrið að undanförnu og er komið upp í 14. sæti deildarinnar.

Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir níu mínútur var staðan orðin 2-0, Valencia í vil. Simone Zaza og Fabián Orellana skoruðu mörkin.

Cristiano Ronaldo minnkaði muninn í 2-1 mínútu fyrir hálfleik en nær komust Madrídingar ekki. Lokatölur 2-1, Valencia í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×