Enski boltinn

Gylfi og félagar kjöldregnir af Tottenham | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tottenham fór illa með Swansea í Lundúnum í dag en þar unnu heimamenn öruggan 5-0 sigur. Hefur Swansea því fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum og er nú eitt á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Tottenham var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en fyrsta markið var þó umdeilt. Það skoraði Harry Kane úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Dele Alli virtist hafa verið velldur í teignum. Líklegt er þó að um leikaraskap hafi veri ðað ræða.

Son Heung-min skoraði annað mark Tottenham með glæsilegri spyrnu í lok fyrri hálfleiks og Kane bætti við öðru marki sínu snemma í síðari hálfleik.

Daninn Christian Erikson skoraði tvo síðustu tvö mörk Tottenham. Það fyrra af stuttu færi á 70. mínútu og það síðara með góðu skoti í uppbótartíma.

Sunderland vann Leicester í dag og kom sér þar með úr botnsæti deildarinnar, á kostnað Swansea.

Þetta var aðeins annar sigur Tottenham í síðustu ellefu leikjum en liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 27 stig, einu á eftir Arsenal sem á leik til góða síðar í dag, gegn West Ham.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði að venju allan leikinn fyrir Swansea gegn sínu gömlu félögum í Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×