Enski boltinn

Kane bjargaði Tottenham og liðin þurfa að mætast aftur

Harry Kane.
Harry Kane. Vísir/Getty
Tottenham Hotspur og Leicester City þurfa að mætast aftur í þriðju umferð enska bikarsins, en liðin skildu jöfn á White Hart Lane í Lundúnum í dag. Lokatölur 2-2 í fjörugum leik.

Christian Eriksen kom Tottenham yfir eftir sléttar átta mínútur, en þá fékk hann góða sendingu út í teiginn sem hann kláraði vel í fjærhornið.

Marcin Wasilewski jafnaði metin á nítjándu mínútu eftir hornspyrnu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Shinji Okazaki kom inn á í hálfleik og hann átti eftir að láta til sín taka.

Hann var einungis búinn að vera á vellinum í tvær mínútur þegar hann kom Leicester yfir og það virtist ætla að reynast sigurmarkið.

Tottenham-menn voru þó ekki hættir og á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Nathan Dyer boltann í höndina og dæmd var vítaspyrna. Harry Kane steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Lokatölur 2-2 og því þurfa liðin að mætast aftur á King Power til að skera úr um hvort liðið fer áfram í fjórðu umferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×