Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Snæfell 110-85 | Enn eitt risatap Snæfells

Sindri Freyr Ágústsson í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn. skrifar
Ragnar Örn Bragason kom sterkur inn af bekknum með 17 stig.
Ragnar Örn Bragason kom sterkur inn af bekknum með 17 stig. Vísir/eyþór
Þór úr Þorlákshöfn átti ekki í miklum vandræðum með að valta yfir Snæfell í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en heimamenn unnu 25 stiga sigur, 110-85. Þór er nú með sex stig eftir þrjá sigra og eitt tap en Snæfell er á botninum sem fyrr án stiga eftir enn eitt risatapið á þessari leiktíð.

Ragnar Örn Bragason var einn af þeim sem áttu fínan leik í kvöld hjá Þórsurum. Ragnar skoraði sautján stig sem gerði hann af næst stigahæsta leikmanni Þórsara á eftir Tobin Carberry.

Þórsarar spiluðu leikinn sem lið í kvöld og náðu allir leikmenn þeirra að komast á blað. Góða færsla á boltanum og fín skotnýting var stór partur af sigrinum.

Snæfell náðu ekki að fá nógu mikið af skotum í kvöld til að geta unnið þennan leik, þeir tóku aðeins 55 skot á móti 90 skotum frá Þór. Þetta er áhyggjuefni fyrir Inga og hans menn hjá Snæfell.

Sefton Barrett var ljósi punkturinn í liði Snæfells og var hann með alvöru tröllavennu 35 stig og 15 fráköst. Því miður fyrir Snæfellinga var það bara ekki nóg að hann átti góðan leik því þeir þurfa að fá meira frá fleirrum en bara honum.

Grétar Ingi Erlendsson spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld. Grétar er búinn að vera í smá meiðsla brasi og er nokkuð ljóst að það verður mikill styrkur fyrir Þórsarar að fá hann heilann heilsu. Grétar mun styrkja Þórsara helling undir körfunni og er það staða sem þeir eru búnir að vera í veseni með í byrjun tímabils.

Leikurinn hófst af miklum krafti og voru Þórsarar búnir að skora 27 stig á 20 frá Snæfell eftir fyrsta leikhluta.  Þór leiddi allan fyrri hálfleik enn Snæfell áttu nokkur góð áhlaup og náðu halda frekar vel í þá. Staðan í hálfleik var 54-42 Þórsurum í vil og var það verðskulduð forysta. Snæfellingar gáfust aldrei upp og náðu að minnka muninn reglulega. Hægt og rólega tóku Þórsarar völdin og kláruðu leikinn auðveldlega og 25 stiga sigur Þórsara orðin staðreynd.

Ragnar: Við erum óeigingjart lið

Ragnar Örn Bragason átti prýðindis leik í kvöld og skoraði sautján stig sem hjálpaði Þórsörum að vinna þennan flotta liðssigur.

„Þeir skoruðu 85 stig og við vildum halda þeim fyrir neðan 85,“ sagði Ragnar Örn enn hann var samt sáttur með að ná sigra leikinn „enn sigur er sigur.“

Ragnar átti góðan leik í kvöld enn má búast við fleirri svona leikjum frá honum? „Já vonandi en á meðan við vinnum þá er ég sáttur,“ sagði Ragnar.

Allir leikmenn í liði Þórs náðu að skora í kvöld. „Það er styrkleiki, við erum óeigingjart lið og tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan þannig að það voru allir að gera eitthvað í dag.“

Ingi Þór: Við gefumst aldrei upp

Ingi og hans lærisveinar þurftu að sætta sig við fjórða tapið og sitja þeir einir á botni deildarinnar án þess að hafa náð að vinna leik.

„Það er aldrei gott að tapa enn við erum bara jákvæðir og ætlum að taka það besta úr þessum leik,“ Sagði Ingi Þór.

Þrátt fyrir tapið þá var samt Ingi ánægður með baráttuna í liðinu „Við erum að rembast og við gefumst aldrei upp.“

Snæfell fá Stjörnuna í heimsókn í næstu umferð og þurfa þeir að bæta sig fyrir þann leik. „Þeir skoruðu 21 stig á fyrstu fimm mínótunum og svo breyttum við í svæði og náðum við að halda þeim í 32 stigum síðustu fimmtán í fyrri. Þannig að það er klárlega varnarleikurinn sem þarf að laga“ sagði Ingi Þór.

Einar Árni: Erum að hreyfa boltann vel

Einar var ánægður með sigurinn í dag og fannst mjög mikilvægt að ná þriðja sigrinum í röð fyrir erfiðan Nóvember mánuð sem er framundan.

„Góður sigur, þrír sigrar í röð það er bara ljómandi gott,“ sagði Einar Árni

Þórsarar eiga erfiða leiki framundan og var þessi sigur mikilvægur fyrir leikina sem eru framundan. „Við erum að fara inn í mjög erfiðan Nóvember mánuð þannig að við vildum fara  með góða tilfinningu inn í hann,“ sagði Einar

Hann var mjög sáttur með sóknarleik liðsins og var ánægður með hreyfingu á boltanum. „Ég held við getum ekki kvartað yfir sókninni, skoruðum 110 stig sem er mjög jákvætt. Held að við séum með 33 stoðsendingar svo við erum að hreyfa boltann vel og skjóta boltanum ágætlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×