Enski boltinn

Gylfi frábær í sigri Swansea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Gylfi Sigurðsson átti þátt í tveimur mörkum Swansea þegar liðið sigraði WBA, 3-0. Gylfi átti skínandi leik.

Nathan Dyer skoraði fyrsta markið eftir tvær mínútur, en Gylfi átti þá laglega hælsendingu inn á Dyer. Routledge var næstur á dagskrá, en hann tvöfaldaði forystuna með flottu marki eftir 24. mínútur.

Gylfi Sigurðsson átti svo góða sendingu inn fyrir vörn WBA þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir og þar var Nathan Dyer mættur og kláraði færið vel. 3-0 og þannig var lokaniðurstaðan.

Með sigrinum fer Swansea á toppinn, en þeir hafa unnið alla leiki sína. WBA er hins vegar í sautjánda sæti með tvö stig eftir þrjá leiki.

Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×