Enski boltinn

Chelsea á toppnum um jólin | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Chelsea endurheimti þriggja stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Stoke City á útivelli í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Chelsea er á toppnum yfir jólin síðan að enska úrvalsdeildin var stofnuð á sínum tíma.

John Terry gaf tóninn strax á annarri mínútu er hann skallaði hornspyrnu Cesc Fabregas í markið af stuttu færi. Þetta var fyrsta deildarmark Terry í rúmt ár en Fabregas hefur nú gefið tólf stoðsendingar í sautján leikjum á tímabilinu.

Stoke gafst þó ekki upp og það var hart barist þar til að Fabregas innsiglaði sigurinn með misheppnuðu skoti sem lak inn á 78. mínútu leiksins. Sigurinn var sanngjarn enda var Chelsea lengst af með ágæt tök á leiknum.

Eden Hazard fór meiddur af velli undir lok leiksins og óvíst hvort að hann verði missi af einhverjum leikjum vegna þessa.

Stoke er sem fyrr í þrettánda sæti deildarinnar með nítján stig að loknum sautján umferðum.

John Terry kom Chelsea yfir á 2. mínútu: Cesc Fabregas jók muninn í 2-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×