Jafnt hjá Burnley og Stoke

Dagur Lárusson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. vísir/getty


Ashley Barnes tryggði Jóa Berg og félögum í Burnley jafntefli gegn Stoke en Stoke þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda vonum sínum á lífi í fallbaráttunni.

 

Liðsmenn Stoke byrjuðu leikinn með miklum krafti og náðu forystunni strax á elleftu mínútu en það var Badou Ndiaye sem skoraði en hann hefur verið einn öflugasti leikmaður þeirra á síðustu vikum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum og því var staðan 1-0 í hálfleiknum.

 

Burnley sótti í sig veðrið í seinni hálfleiknum og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Það var síðan Ashley Barnes sem jafnaði metin á 62. mínútu en hann skoraði einnig í vikunni gegn Chelsea eftir að Jói Berg skaut föstu skoti í hann og í netið.

 

Liðsmenn Stoke reyndu hvað þeir gátu að ná forystunni á nýjan leik en gátu það ekki og því var jafntefli niðurstaðan og verður það sífellt líklegra með hverri umferðinni sem líður að Stoke falli úr ensku úrvalsdeildinni eftir margra ára veru.

 

Eftir leikinn er Stoke í næst neðsta sæti deildarinnar með 29 stig á meðan Burnley er í sjöunda sæti með 53 stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira