Innlent

Í beinni: Stjórnmálahreyfingar sitja fyrir svörum á fundi Félags eldri borgara og Gráa hersins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Samtökin telja nýtt frumvarp á lögum um almannatryggingar ekki ganga nógu langt.
Samtökin telja nýtt frumvarp á lögum um almannatryggingar ekki ganga nógu langt. vísir/stefán
Fulltrúar allra stjórnmálahreyfinganna sitja fyrir svörum á fundi Félags eldri borgara og Gráa hersins í Háskólabíói klukkan 19.30 í kvöld. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum í spilaranum hér fyrir ofan.

Grái herinn og FEB hafa að undanförnu lagt mikla áherslu á bót á kjörum eftirlaunafólks, meðal annars með kröfu um 300 þúsund króna lágmarkslaun frá Tryggingastofnun og að hætt verði skerðingum á þeim vegna annarra tekna, svo sem greiðslna úr lífeyrissjóðum. Samtökin telja því nýtt frumvarp á lögum um almannatryggingar ekki ganga nógu langt, segir í tilkyninngu frá samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×