Fótbolti

Matic bjargaði Chelsea í Portúgal | Sjáðu markið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
Costa, sem var í byrjunarliðinu í kvöld líkt og knattspyrnustjórinn Jose Mourinho tilkynnti í gær, slapp einn í gegnum vörn Portúgalana strax í upphafi leiksins en lét Rui Patricio verja frá sér.

André Schürrle fékk svo nokkur góði færi til að koma Chelsea yfir en allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en að Nemanja Matic skallaði aukaspyrnu Cesc Fabregas yfir Rui Patricio að þeir ensku náðu að brjóta ísinn.

Áfram hélt Chelsea að sækja í síðari hálfleik en mörkin urðu ekki fleiri. Heimamenn spiluðu betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en náðu ekki að ógna forystu Englendinganna.

Chelsea er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í G-riðli en Sporting er með eitt. NK Maribor og Schalke, sem gerðu 1-1 jafntefli í kvöld, eru með tvö stig hvort.

Nemanja Matic kom Chelsea yfir á 34. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×