Enski boltinn

Sadio Mané skaut Dýrlingunum upp fyrir Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sadio Mané var hetjan.
Sadio Mané var hetjan. vísir/getty
Southampton komst upp fyrir Liverpol í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið vann Crystal Palace, 1-0, á heimavelli.

Bæði lið skutu púðurskotum á sitthvort markið lengst af í leiknum, en áður en Dýrlingarnir skoruðu sigurmarkið voru þeir með 22 skot og aðeins tvö á markið. Palace var með sjö skot og þrjú á markið.

Eina markið skoraði senegalski framherjinn Sadio Mané af stuttu færi á 83. mínútu og fögnuðu menn eðlilega vel og innilega á St. Mary's-vellinum í Southampton.

Dýrlingarnir eru nú með 49 stig í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Liverpool sem á leik til góða, og einu stigi á eftir Manchester United sem einnig á leik til góða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×